Fréttir


  • Graf á tölvuskjá

21.11.2023

Umsókn um kostnaðarframlag úr Skipulagssjóði á þjónustusíðum Skipulagsstofnunar

Sveitarfélög sem hyggja á gerð svæðisskipulags eða endurskoðun aðalskipulags geta fengið allt að helming kostnaðar greiddan úr Skipulagssjóði sbr. 18. gr. skipulagslaga.

Fyrir þau sveitarfélög sem óska eftir framlagi úr Skipulagssjóði hefur nú orðið sú breyting að umsóknum er nú skilað inn með rafrænum hætti í gegnum þjónustusíður á vef Skipulagsstofnunar. Krafist er innskráningar með rafrænum skilríkjum. Innsend umsókn birtist undir Málin mín á þjónustusíðum ásamt því að það stofnast mál í málaskrá stofnunarinnar. Samskipti við Skipulagsstofnun fara fram í gegnum þjónustusíður og umsókn er sömuleiðis afgreidd þar. 

Um er að ræða nýjung í þjónustu Skipulagsstofnunar sem miðar að því að uppfylla þarfir sveitarfélaga á notendavænan og öruggan hátt.