Fréttir


19.10.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, verslunar- og þjónustusvæði að Rangá í Köldukinn

Skipulagsstofnun staðfesti þann 18. október 2017 breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 31. ágúst 2017.

Í breytingunni felst að 9 ha landbúnaðarsvæði úr jörðinni Rangá í Köldukinn er breytt í verslunar- og þjónustusvæði fyrir ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir allt að 15 gistihýsum að hámarki 40 m² að stærð hvert, auk þess sem nýta má núverandi fjárhús og hlöðu vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónustu. Ný vegtenging verður frá þjóðvegi 851.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi.