Fréttir


24.1.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti

Skipulagsstofnun staðfesti 23. janúar 2023 breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 6. desember 2023.

Í breytingunni felst skilgreining á ákvæðum varðandi stærð landnotkunarreita, auknar byggingarheimildir og fjölgun gistirúma á afþreyingar- og ferðamannasvæðum fyrir fjallaskála á Flóa-, Skeiðamanna- og Gnúpverjaafrétti. Um er að ræða skálana Klett (AF16), Hallarmúla (AF17), Sultarfit (AF18), Skeiðamannafit (AF19), Bjarnalækjabotna (AF21), Tjarnarver (AF22), Setrið (AF23) og Gljúfurleit (AF20). Einnig eru skilgreind afþreyingar- og ferðamannasvæði fyrir gangnamannakofana Gljúfurleit (AF25 gamli skáli), Trant (AF26), Dalsárkofa (AF27), Kjálkaverskofa (AF28), Bólstað (AF29), Lambhöfðakofa (AF30), Grímsstaði (AF31) og Helgabotna (AF34). Skilgreind eru 8 ný vatnsból (VB33-40) með vatnsverndarsvæðum og 10 efnistökusvæði (E46-E55) þar sem til samans er heimiluð allt að 42.000 m3 efnistaka.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.