Fréttir


18.10.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna landbúnaðarsvæðis í landi Efra-Sels 3c

Skipulagsstofnun staðfesti, 17. október 2023, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 16. ágúst 2023.

Í breytingunni felst minnkun frístundabyggðar F29 um 3,9 ha en svæðið verður skilgreint sem landbúnaðarsvæði þar sem áform eru um minniháttar búskap eða aðra atvinnustarfsemi.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.