Fréttir


13.12.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna stækkunar Straumsvíkurhafnar, aðkomuvegar, iðnaðarsvæðis I5 og efnistöku úr Rauðamelsnámu

Skipulagsstofnun staðfesti, 13. desember 2023, breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn 8. nóvember 2023.

Í breytingunni felst stækkun hafnarsvæðis H4 í Straumsvík um rúml. 1 ha vegna landfyllingar fyrir nýjan aðkomuveg. Gert er ráð fyrir undirgöngum undir Reykjanesbraut og nýjum vegi til suðurs. Iðnaðarsvæði I5 er skipt upp í I5a norðan Reykjanesbrautar og I5b sunnan hennar. Einnig er skilgreint um 15,6 ha efnistökusvæði E4 í Rauðamelsnámu þar sem heimilt verður að vinna allt að 180.000 m3 af efni.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.