Fréttir


11.9.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi fyrrum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna stækkunar svæðis fyrir samfélagsþjónustu við Varmahlíðarskóla

Skipulagsstofnun staðfesti 7. september 2023, breytingu á Aðalskipulagi fyrrum Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem samþykkt var í byggðarráði 31. júlí 2023.

Í breytingunni felst stækkun svæðis fyrir samfélagsþjónustu (S-501) við Varmahlíðarskóla úr 1,9 ha í 3,3 ha, inn á skógræktar- og landgræðslusvæði (SL-501) sem minnkar úr 39,6 ha í 39,3 ha og íþróttasvæði (ÍÞ-501) sem minnkar úr 4 í 2,7 ha. Afmörkun afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF-501) breytist og það stækkar úr 5 í 5,1 ha.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.