Fréttir


23.8.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna efnistökusvæða við Axarveg

Skipulagsstofnun staðfesti 23. ágúst 2023 breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. maí 2023.

Í breytingunni felst að skilgreind eru fimm efnistökusvæði, E160-E164, vegna fyrirhugaðra endurbóta á Axarvegi. Efnistökusvæðin eru staðsett meðfram veginum. Efnistökusvæði E105 fellur niður og E106 verður notuð til tímabundinnar haugsetningar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.