Fréttir


26.10.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna hækkunar á nýtingarhlutfalli innan svæðis fyrir samfélagsþjónustu, leikskólanum við Ugluklett

Skipulagsstofnun staðfesti 26. október 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. september 2023.

Í breytingunni felst hækkun nýtingarhlutfalls samfélagsþjónustu Þ4 úr 0,1 í 0,17. Engin breyting verður á uppdrætti gildandi aðalskipulags. Forsendur fyrir breytingunni eru áform um að stækka leikskólann Ugluklett til að koma til móts við eftirspurn eftir leikskólaplássum.

Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.