Fréttir


  • Afgreiðsla Skipulagsstofnunar Borgartúni 7b

6.2.2024

Skipulagsstofnun hlýtur jafnlaunavottun

Skipulagsstofnun hefur hlotið jafnlaunavottun og þar með heimild til að nota jafnlaunamerkið. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði en samkvæmt lögum skal jafnlaunavottun byggjast á jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

Það er Jafnréttisstofa sem hefur umsjón með umsýslu jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Hún veitir heimild til að nota jafnlaunamerkið og gildir hún til þriggja ára eða til ársins 2027. 


Jafnlaunavottun_2024_2027_f_dokkan_grunn