Fréttir


6.8.2013

Nýtt merki Skipulagsstofnunar

Logo Skipulagsstofnunar

 

Skipulagsstofnun hefur tekið í notkun nýtt merki og einkennislit fyrir stofnunina. Samsvarandi breytingar hafa einnig verið gerðar á vef stofnunarinnar. Merkið er hannað hjá Hvíta húsinu og byggir á sömu grunnhugmynd og fyrri merki Skipulags ríkisins og Skipulagsstofnunar, en merkin eiga það sameiginlegt að vísa til skipulagsuppdrátta, landslags og ólíkra skipulagsstiga.

Með nýju merki vill Skipulagsstofnun vekja athygli á tímamótum í starfsemi stofnunarinnar, en í ár fagnar hún 75 ára afmæli. Árið 1938 var gerð breyting á skipulagslögum sem fólst í að skipulagsnefnd ríkisins gæti með samþykki stjórnarráðsins ráðið húsameistara sér til aðstoðar. Var þar kominn fyrsti vísir að embætti skipulagsstjóra ríkisins. Embætti skipulagsstjóra hefur gengt mismunandi nöfnum. Fyrst í stað var skrifstofan kölluð Skipulag bæja en síðar Skipulag ríkisins. Frá setningu skipulags- og byggingarlaga árið 1997, sem núgildandi skipulagslög og mannvirkjalög leystu af hólmi árið 2010, hefur stofnunin gengt núverandi heiti, Skipulagsstofnun.

Hér má nálgast merki Skipulagsstofnunar