Fréttir


3.11.2014

Nýtt skipurit Skipulagsstofnunar

Nú í byrjun nóvember 2014 tekur gildi nýtt skipurit Skipulagsstofnunar. Nýtt stjórnskipulag er liður í innleiðingu á stefnu og starfsáætlun stofnunarinnar 2014-2018 sem kynnt var um síðustu áramót og byggði á stefnumótunarvinnu sem farið var í haustið 2013. Nýju stjórnskipulagi er ætlað að styðja við þær áherslur sem þar eru settar fram.

Nýja skipuritið er flatt starfaskipulag með fjórum kjarnasviðum og tveimur stoðeiningum. Með því er áhersla lögð á að efla liðsheild og auka samræmingu, samvinnu og skilvirkni í starfseminni. Með nýju skipuriti eru jafnframt endurskoðaðar starfslýsingar allra starfsmanna í því skyni að skýra ábyrgð og hlutverk hvers og eins, en einnig með áherslu á að skapa ákveðinn sveigjanleika og hvetja til teymisvinnu og samvinnu milli sviða. Heildarmarkmið breytinganna má segja að sé að stofnunin geti rækt hlutverk sitt sem best, veitt framsækna þjónustu og tryggt ábyrga nýtingu þeirra fjármuna sem til rekstrarins er varið.

 

Stefna og starfsáætlun 2014-2018

Nýtt skipurit Skipulagsstofnunar

Starfsfólk Skipulagsstofnunar