Fréttir


  • Lækur

2.2.2024

Leiðbeiningar fyrir þjónustusíður Skipulagsstofnunar

Gefnar hafa verið út tvennar leiðbeiningar sem snúa að notkun þjónustusíðna Skipulagsstofnunar, innsendingu erinda vegna framkvæmda og framlagningu umsókna í Skipulagssjóð. 

Erindi vegna framkvæmda

Annars vegar er um að ræða leiðbeiningar um framlagningu erinda vegna framkvæmda sem falla undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Á þjónustusíðum Skipulagsstofnunar geta framkvæmdaraðilar og ráðgjafar þeirra skilað inn matsskyldufyrirspurnum, matsáætlunum og umhverfismatsskýrslum sem og öðrum gögnum sem tengjast málsmeðferð framkvæmda á grundvelli laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Samskipti framkvæmdaraðila og Skipulagsstofnunar fara jafnframt fram í gegnum þjónustusíðurnar. Leiðbeiningarnar má nálgast hér:

Þjónustusíður: Erindi vegna framkæmda sem falla undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana 

Umsókn um kostnaðarframlag úr Skipulagssjóði

Hins vegar er um að ræða leiðbeiningar sem snúa að umsókn um kostnaðarframlag úr Skipulagssjóði sem einnig er skilað í gegnum þjónustusíðurnar. Umsóknin er sömuleiðis afgreidd þar. Leiðbeiningarnar má nálgast hér:

Þjónustusíður: Umsókn um kostnaðarframlag úr Skipulagssjóði

Um þjónustusíður

Á þjónustusíðum Skipulagsstofnunar má nálgast rafrænar umsóknir um mál á sviði stofnunarinnar. Þar geta notendur sent inn gögn, fylgst með stöðu sinna mála og séð gögn sem tengjast þeirra málum á einum stað. Gera má ráð fyrir að fleiri þjónustuleiðir eigi eftir að bætast við þegar fram líða stundir.

Þjónustusíður eru aðgengilegar í gegnum tengil efst til hægri á vef stofnunarinnar. 

Thjonustusidur-01