Fréttir


  • Torgið forsíðumynd

12.1.2024

Breyting á skipulagslögum sem varða hagkvæmar íbúðir

Nýlega tóku gildi breytingar á skipulagslögum, nr. 123/2010. Samkvæmt breytingunni hafa sveitarfélög nú heimild til að gera kröfu um að við gerð deiliskipulags fyrir ný íbúðarsvæði verði allt að 25% af heildarfermetrafjölda íbúða fyrir hagkvæmar íbúðir, þ.e. íbúðir sem falla undir lög um almennar íbúðir, nr. 52/2016, og íbúðir sem falla undir VI. kafla A og VIII. kafla laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Heimildin gildir hvort sem landeigandi er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili.

Hér má sjá lagabreytinguna eins og hún birtist í Stjórnartíðindum.