Fréttir


  • 360_F_534938176_oBxzzd57AaUNqNWgRWiy58nMDdCQJKVt

18.7.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna landbúnaðarsvæðis á Klifi

Skipulagsstofnun staðfesti, 18. júlí 2023, breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem samþykkt var í sveitarstjórn 3. maí 2023.

Í breytingunni felst að tvær frístundalóðir á Klif, innan frístundabyggðar F49 í landi Spóastaða, eru skilgreindar sem landbúnaðarsvæði. Einnig er breytt ákvæðum um landspildur á landbúnaðarsvæði þannig að þær verði að jafnaði 3 ha eða stærri í stað að lágmarki 3 ha.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.