Mál í kynningu


12.4.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps vegna Eyrarkots

Athugasemdafrestur er til 31. maí 2021

  • Eyrarkot

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 sem felur í sér breytta landnotkun á hluta landbúnaðarsvæðis í landi Eyrarkots, í verslunar- og þjónustusvæði, frístundabyggð og íbúðarbyggð. Enn fremur er breytt skilgreiningu opins svæðis (OP6).

Skipulagstillagan er til sýnis á hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði, á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurf að berast skriflega á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða á netfangið skipulag@kjos.is eigi síðar en 31. maí 2021.