Mál í kynningu


28.4.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps, vegna verslunar- og þjónustusvæðis og frístundasvæðis í landi Hvamms

Athugasemdafrestur er til 10. júní 2021

  • Hvammur

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 um skilgreint verður um 5 ha frístundasvæði (FS12) þar sem áformuð er bygging 5 frístundahúsa, og um 4,5 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ8), þar sem áformuð er bygging 6 húsa með gistingu fyrir allt að 20 gesti, á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Tillagan er til sýnis í húsnæði Verslunarfélagsins á Drangsnesi sem og á heimasíðu Kaldrananeshrepps www.drangsnes.is, og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið skipulag@dalir.is eigi síðar en 10. júní 2021.