Mál í kynningu


13.10.2010

Auglýsing um skipulag - Akureyrarkaupstaður

Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með eftirfarandi fjögur skipulagsmál samhliða:

Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.

Golfvöllur að Jaðri.
Tillagan gerir ráð fyrir að opið svæði til sérstakra nota, 3.12.1O, fyrir golfvöllinn að Jaðri stækki úr 80 ha í 90,3 ha. Verslunar og þjónustusvæði er skilgreint innan golfvallarins. Lega þéttbýlismarka, aðal- og útivistarstíga breytist. Íþrótta- og útivistarsvæði við Kjarnagötu minnkar um 2,5 ha.

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýst tillaga á nýju deiliskipulagi á Akureyri.

Jaðarsvöllur, svæði Golfklúbbs Akureyrar.
Skipulagssvæðið afmarkast af Miðhúsabraut í norðri, Naustahverfi í austri og óbyggðu svæði í suðri og vestri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 18 holu golfvelli og 9 holu aukavelli auk byggingum tengdum aðstöðu og starfsemi golfvallarins.

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur á deiliskipulagsbreytingum á Akureyri. Málsmeðferð er í samræmi við 1. mgr. 26. gr. sömu laga.

Nautahverfi - svæði sunnan Tjarnarhóls.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun svæðisins í suðri og minnkar opið svæði sem verður hluti af golfvallarsvæði.

Naustahverfi 2. áfangi.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun svæðisins í vestri og minnkar opið svæði sem verður hluti af golfvallarsvæði. Lega stofnstígs breytist.

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 13. október til 24. nóvember 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is, undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 miðvikudaginn 24. nóvember 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim samþykkur.

13. október 2010.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.