Mál í kynningu


10.5.2022

Holtavörðuheiðarlína 1

Umhverfismat - Kynning á matsáætlun

Kynningartími matsáætlunar er til 8. júní 2022

Landsnet hf. hefur lagt fram matsáætlun fyrir Holtavörðuheiðarlínu 1, 220 kV loftlínu milli Klafastaða í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði, alls um 90 km langa.

Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt umsögn um framkvæmdina.

Matsáætlunin er aðgengileg hér, hjá skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar og skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 8. júní 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.