Mál í kynningu


23.3.2023

Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og leið Borgarlínu á milli Stekkjarbakka og Vogabyggðar

Umhverfismat framkvæmda - matsáætlun í kynningu

  • framkvæmdasvæði

Umsagnarfrestur er til 27. apríl 2023

Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats breytinga á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og leiðar Borgarlínu á milli Stekkjarbakka og Vogabyggðar.

Matsáætlunin liggur frammi til kynningar á Skipulagsstofnun til 27. apríl 2023.

Matsáætlun er aðgengileg hér.

Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27. apríl 2023 til Skipulagsstofnun með bréfi eða tölvupósti á skipulag@skipulag.is