Mál í kynningu


7.2.2023

Eldisgarður, eldisstöð á Reykjanesi

Mat á umhverfisáhrifum - Kynning umhverfismatsskýrslu

Umsagnarfrestur er til 23. mars 2023

Samherji Fiskeldi ehf. hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats Eldisgarðs, eldisstöðvar á Reykjanesi, Sveitarfélaginu Reykjanesbæ. 

Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.

Umhverfismatsskýrsla fyrir ofangreinda framkvæmd liggur frammi til kynningar í Ráðhúsi Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b.

Umhverfismatsskýrslan ásamt viðaukum er aðgengileg hér.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 23. mars 2023 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is 

Vakin er athygli á vefsjá verkefnisins  þar sem einnig er hægt að nálgast öll gögn málsins.