Mál í kynningu


31.7.2014

Breyting á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022, Orustustaðir

Athugasemdafrestur við tillöguna er til og með 5. september 2014.Undirtitill


Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022, Orustustaðir


Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022. Um er að ræða breytingar á landnotkunarflokki. Um 15 ha svæði innan jarðarinnar Orustustaða breytist úr „Landbúnaðarsvæði“ í „verslun og þjónustu“. Auk þess er skilgreint efnistökusvæði, vatnsöflun og vegtenging að landi Orustustaða í viðkomandi tillögu.

Viðkomandi aðalskipulagstillaga liggur frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, auk þess sem nálgast má tillöguna á heimasíðu Skaftárhrepps, www.klaustur.is, frá 24. júlí til 5. september 2014. Athugasemdafrestur við tillöguna er til og með 5. september 2014. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Skaftárhrepps eða í tölvupósti á bygg@klaustur.is.

 

Vigfús Þór Hróbjartsson,

fulltrúi skipulags-og byggingarmála

Mýrdals-og Skaftárhrepps.